Um okkur
Við bjóðum þekkingu og áratuga reynslu í ferðaþjónustu
VERDI ferðaskrifstofa varð til við samruna Ferðaskrifstofu Akureyrar ehf. og Tónsports ehf. (VITA Sport).
Sameinað fyrirtæki hóf rekstur undir vörumerkinu VERDI í janúar 2023.
VERDI ferðaskrifstofa er með söluskrifstofur í miðbæ Akureyrar og á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðaskrifstofan VERDI veitir alla almenna ferðaskrifstofuþjónustu.
Við kappkostum að mæta óskum og þörfum viðskiptavina okkar og bjóðum þekkingu og áratuga reynslu starfsmanna í ferðaþjónustu.
Við leitumst eftir því að þjónusta allt landið, hvort sem það eru ferðir frá Keflavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli eða Egilsstaðaflugvelli.
Sumarfríið, vetrarfríið, sportferðir, helgarferðir, hópaferðir, hvataferðir eða hvað sem er – við getum aðstoðað.
FERÐASKRIFSTOFULEYFI
VERDI Travel er vörumerki skráð undir kennitölu Ferðaskrifstofu Akureyrar (411101-2580).
Ferðaskrifstofan er með öll gild leyfi frá Ferðamálastofu og IATA - Alþjóðasamband flugfélaga (International Air Transport Association).
Látið reyna á okkar þjónustu í síma 460-0600 eða með fyrirspurn á verdi@verditravel.is
Sagan okkar...
Ferðaskrifstofa Akureyrar (FA) var stofnuð árið 1947 af Jóni Egilssyni, í fyrstu sem umboðsaðili fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins. Ferðaskrifstofa Akureyrar var m.a. stofnandi að Strætisvögnum Akureyrar ásamt því að vera sérleyfishafi. Árið 1992 tók Úrval Útsýn yfir rekstur FA og var þá reksturinn nær eingöngu ferðaskrifstofa sem þjónustaði Íslendinga í ferðum þeirra erlendis. Árið 2001 seldi Úrval Útsýn rekstur ferðaskrifstofunnar á Akureyri og þá fékk þá aftur nafnið Ferðaskrifstofa Akureyrar.
Frá árinu 2001 hefur FA verið lengst af í eigu Lúðvíks Arnarsonar og Ragnheiðar Jakobsdóttur sem eru stofnendur af VERDI Travel ásamt öðrum lykilstarfsmönnum.
FA er eina ferðaskrifstofan utan höfuðborgarsvæðisins sem hefur IATA leyfi, sem er alþjóðleg stofnun flugfélaga (International Air Transport Association), en það veitir aðgang að bókunum og útgáfu farmiða hjá flest öllum flugfélögum í heiminum.
Tónsport ehf. var stofnað 1996 utan um rekstur á íþrótta- og tónlistardeild Úrvals Útsýnar. Fram til 2009 var því reksturinn undir vörumerkinu Úrval Útsýn.
Frá og með 1. ágúst 2009 hefur félagið séð um rekstur íþróttadeildar VITA og orðið þekkt undir vörumerkinu VITA Sport.
Á þessum rúma aldarfjórðungi sem félagið hefur starfað, hefur það verið leiðandi í skipulagningu á íþróttaferðum fyrir Íslendinga.
Félagið hefur verið í forystu í skipulagningu æfinga- og keppnisferða bæði fyrir meistaraflokka og yngri flokka og unnið með ýmsum sérsamböndum innan ÍSÍ að skipulagningu ferða afreksfólks. Auk þess tekið þátt í mörgum stórskemmtilegum verkefnum og aðstoðað marga við ferðir á stórmót, til að fylgjast með íslensku íþróttafólki, eins og HM, EM og Ólympíuleikana.
Félagið hefur einnig verið með ferðir á leiki í enska boltanum og hafa tugþúsundir Íslendinga farið í slíkar ferðir á vegum þess.