Ferðaskilmálar-verdi
Ferðaskilmálar VERDI Travel
BÓKUNARGJALD
Þegar bókað er á söluskrifstofum VERDI Travel greiðist 2.500 kr. bókunargjald á mann sem er óendurkræft.
FULLNAÐARGREIÐSLA OG GREIÐSLUKJÖR
Þegar bókað er inná vefsíðu VERDI Travel ber að greiða 50.000 kr. staðfestingargjald í almennar ferðir. Fullnaðargreiðslu ber að greiða minnst 6 vikum fyrir brottför. Boðið er upp á greiðsludreifingu í samstarfi við VISA og MASTERCARD. Ef greiðsluskilmálar samstarfsaðila okkar ganga lengra en okkar, þá gilda þeir skilmálar. Ef ekki hefur verið gengið frá fullnaðargreiðslu fyrir tilsettan tíma áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að afbóka þjónustu sem bókuð er án nokkurrar endurgreiðslu á því sem greitt hefur verið inn á þjónustuna.
FORFALLAGJALD
VERDI Travel selur ekki forfallagjald né ferðatryggingar. Viðskiptavinum er ráðlagt að hafa samband við sitt tryggingafélag eða kortafyrirtæki til að fá viðeigandi upplýsingar um tryggingar.
BREYTINGAR
0-7 dögum frá því að bókun er gerð (þó minnst 6 vikum fyrir brottför) er hægt að breyta bókun án gjalds. Eftir það er hægt að breyta bókun gegn a.m.k. 15.000 kr. breytingagjaldi ásamt væntanlegum fargjaldamismun ofl.
Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla er lengst gengur.
AFPÖNTUN OG ENDURGREIÐSLA
Ferð afbókuð innan við 7 dögum frá pöntun og minnst 6 vikum fyrir brottför:
-Full endurgreiðsla (að frádegnu 5.000 kr. þjónustugjaldi).
Ferð afpöntuð meira en 7 dögum frá pöntun en þó 6 vikum fyrir brottför eða fyrr:
-Full endurgreiðsla nema að ferðaskrifstofan heldur eftir staðfestingargjald 50.000 kr. á mann.
Ferð afpöntuð 15 - 42 dögum fyrir brottför:
-Ferðaskrifstofan heldur eftir 75% af verði ferðar, þó aldrei lægri upphæð en 50.000 kr. á mann.
Ferð afpöntuð 14 - 0 dögum fyrir brottför:
-Engin endurgreiðsla.
Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra.
Ofangreindir afpöntunar- og endurgreiðsluskilmálar eiga eingöngu við um kaup á pakkaferð í einstaklingssölu. Þessir skilmálar eiga ekki við um sérferðir og hópa.
Þegar tveir eða fleiri aðilar bóka ferð saman þá eiga ofangreindar reglur um afpöntun einungis við ef afpantað er fyrir báða eða alla aðila. Ekki er hægt að afpanta ferð fyrir hluta af slíkum hópi.
Eftirfarandi skilmálar eiga við allar hópabókanir hjá VERDI Travel
Skilmálar þessir eiga alltaf við nema um annað sé samið sérstaklega og skal vera um það skriflegt samkomulag. VERDI Travel áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara. Til að teljast hópur verda 10 fullborgandi farþegar eða fleiri að ferðast saman.
Uppgefið verð vid staðfestingu hóptilboðs er háð breytingu á:
-Erlendum gjaldmiðli vegna landþjónustu, framhaldsflugs eða annarri þjónustu sem keypt er og skal gengi dagsins sem greitt er gilda.
-Fargjöldum, flugvallarsköttum, þjónustugjöldum og öðrum gjöldum.
Skila þarf nöfnum og kennitölum eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför til Evrópu en 10 vikum fyrir brottför til Bandaríkjanna og Kanada. Fullnaðargreiðsla skal liggja fyrir eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför nema reglur samstarfsaðila ganga lengra. En sé bókun gerð innan þess tíma skal fullnaðargreiðsla fara fram við bókun. Gæta skal að nöfn séu til samræmis við vegabréf viðkomandi. Heimilt er að gera nafnabreytingar eftir útgáfu farseðils gegn 15.000.-kr. breytingagjaldi.
Öll hópafargjöld eru bundin við að hópurinn ferðist saman á útleið en heimilt er að breyta heimleið gegn gjaldi. Breytingargjald fer eftir hverju flugfélagi fyrir sig.
Kostnaður við breytingar eftir útgáfu farseðla eru að lágmarki 15.000 kr.
Ekki er leyfilegt að breyta hópabókun í nýjan áfangastað eftir útgáfu farseðla.
Ef erlend flugfélög eru með í bókun eru engar breytingar leyfðar á ferðatilhögun hópsins.
Staðfestingargjald skal greiða í samráði við VERDI Travel.
Staðfestingargjald er alltaf óendurkræft.
Engar endurgreiðslur eru leyfðar eftir útgáfu farseðla. Endurgreitt er inná það kreditkort sem greitt var með.
AFLÝSING OG BREYTINGAR Á FERÐAÁÆTLUN
Ef um ófyrirsjáanlega atburði eða aðstæður er að ræða og er þess eðlis að VERDI Travel getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er VERDI Travel heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um. Ef um breytingar er að ræða af hendi VERDI Travel áður en ferð hefst skal tilkynna farþega eins fljótt og auðið er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna VERDI Travel eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótasamning.
Ferðaskrifstofunni er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við a.m.k. 65% nýtingu á viðkomandi flugvél, sem á bæði við um á út- og heimflugi. Sé nýting tilktekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 70% er VERDI Travel heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þó lágmarks þátttaka hafi náðst í einstaka flugi. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er um 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint í auglýsingum eða sölubæklingum.
TRYGGINGAR
Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér tryggingar sem fylgja greiðslukorti sínu eða á heimilistryggingum. Tryggingar geta verið mismunandi eftir tegundum greiðslukorta því er nauðsynlegt að kynna sér hvaða tryggingar eru innifaldar. Mælt er með að ferðamenn hafi meðferðis sjúkratryggingakort frá Sjúkratryggingum Íslands. Hægt er að sækja um það hér: https://www.sjukra.is/
VEGABRÉF OG ÁRITANIR
Gætið vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför.
Athugið að fyrir suma áfangastaði þarf vegabréf að gilda a.m.k. 6 mánuði frá ferðaloksdegi. Ef ferðast á til Bandaríkjanna er nauðsynlegt að fylla út ESTA umsókn með að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara. ESTA má sækja um hér https://esta.cbp.dhs.gov/
Nánari upplýsingar um vegabréfsáritanir og ferðatakmarkanir má finna á vefsíðu Utanríkisráðuneytisins https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/.
Athugið að áritanir og önnur leyfi eru alltaf á ábyrgð farþega.
FLUGIÐ
Upplýsingar um komur og brottfarir flugvéla má finna á heimasíðu Isavia-undir flugvellir. Ef um flug með Icelandair er að ræða má nálgast upplýsingar í síma 5050500 allan sólarhringinn.
Brottför frá Íslandi: Mæting er í síðasta lagi 2 tímum fyrir brottför, hvort sem um er að ræða almenna innritun eða flýtiinnritun. Ef um brottför frá Keflavík er að ræða er möguleiki á rútuferðum frá BSÍ í Reykjavík.
FARANGUR
Farangursheimild fer eftir reglum hvers flugfélags fyrir sig, sjá vefsíður viðkomandi flugfélags.
Algengasta heimildin er 20-23 kg í innritaðan farangur ásamt 8-10 kg í handfarangur
Á ÁFANGASTAÐ
AÐBÚNAÐUR-ÞJÓNUSTA
VERDI Travel ber ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d. sökum bilana, lokunar á veitingastöðum eða viðgerða, ef sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða vegna endurnýjunar. Þótt misjafnlega sé staðið að þrifum á gististöðum ná þau oft á tíðum ekki að standa undir kröfum Íslendinga. Komi upp óánægja með þrif á vistarverum skal tafarlaust hafa samband við stjórnendur viðkomandi gististaðar eða fararstjóra á staðnum ef þeir eru til staðar. Eldhúsbúnaður miðast við hámark fjölda gesta í hverri íbúð. Gestir bera ábyrgð á eldhúsbúnaði ásamt öðrum húsbúnaði meðan þeir dvelja á viðkomandi stað. Afföll og skemmdir skal gera upp við gististaðinn fyrir brottför.
GEYMSLA VERÐMÆTA
Eindregið er mælt með að viðskiptavinir geymi ekki peninga né annað verðmæti á herbergjum heldur nýti sér öryggishólf hótelanna, sem mögulega er hægt að leigja og eru staðsett í flestum tilvikum upp á herbergjum eða íbúðum. Einstaka hótel bjóða öryggisskáp í herbergjum. Hvorki hótelin né VERDI Travel bera ábyrgð á á verðmætum farþega.
SÉRÓSKIR
VERDI Travel er umboðsaðili gististaða og hefur ekki yfirráð yfir gistirými. Yfirmenn gististaðanna sjá um niðurröðun gesta í herbergi/íbúðir. Starfsfólk VERDI Travel ábyrgist aldrei að séróskum farþega sé fullnægt umfram það sem getið er um í gistilýsingum og verðlista. Séróskum farþega verður þó að sjálfsögðu komið á framfæri við viðkomandi gististað.
INNRITUN Á GISTISTAÐI
Hin almenna starfsregla gististaða er að innritun getur hafist á bilinu 14:00 – 17:00. Ef viðkomandi gistirými er ekki í boði þegar gestir koma á staðinn er í flestum tilvikum hægt að geyma farangur hjá burðarmönnum (porters desk) hótelsins. Stundum þarf að greiða þóknun fyrir slíka þjónustu. Ef viðskiptavinur ætlar að innrita sig á hótel eftir kl. 18:00 verður hann að láta vita við bókun eða hringja á hótelið. Samkvæmt almennum starfsreglum gististaða ber þeim ekki skylda að halda herbergi/íbúð eftir kl. 18:00.
YFIRBÓKUN HÓTELA/ÍBÚÐA
Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Stundum kemur upp sú staða að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla þá viðskiptavini sem eiga staðfestar pantanir. Gististaðirnir eru þá skyldugir til að útvega viðskiptavinum sem ekki fá inni sambærilegt eða betra hótel. VERDI Travel ber ekki ábyrgð á yfirbókunum hótela en aðstoðar farþega eftir föngum.
SKIL Á HERBERGJUM/ÍBÚÐUM
Almenna starfsreglan er sú að rýma þarf viðkomandi gistirými milli kl. 10:00 -12:00 á brottfarardegi. Ef óskað er eftir að halda herbergi/íbúð lengur fylgir því aukakostnaður í felstum tilvikum sem ber að greiða á staðnum. Ef viðskiptavinur fer með kvöldflugi er hægt að fá farangur geymdan hjá burðarmönnum hótelsins (porters desk) og fylgir því aukakostnaður.
VANDAMÁL
Ef af einverjum ástæðum koma upp vandamál í ferðinni skal tafarlaust hafa samband við fararstjóra þar sem þeir eru. Þeir munu reyna að greiða úr hvers manns vanda og gera það sem í þeirra valdi stendur til að leysa málin á staðnum. Takist það ekki svo viðunandi sé að mati farþega skal hann snúa sér til VERDI Travel, strax eftir komuna til landsins eða í síðasta lagi innan mánaðar frá því að viðkomandi ferð lauk. Að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina. Vinsamlegast athugið að athugasemdir viðskiptavina verður að leggja fram skriflega svo að þær fái eðlilega afgreiðslu. Athugið ef ekki er haft samband við fararstjóra eða ferðaskrifstofu ef vandamál kemur upp, þá getur verið ómögulegt að aðhafast í málinu og því bótakröfur mögulega felldar niður.
SKYLDUR VIÐSKIPTAVINA
Ávallt skal fara að lögum og reglum í þeim löndum sem ferðast er til. Viðskiptavinir skulu hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila sem VERDI Travel skiptir við og taka tillit til samferðarmanna sinna. Brjóti farþegi af sér er VERDI Travel heimilt að senda viðkomandi heim á eigin kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofunnar. VERDI Travel hefur heimild til að neita einstaklingum um þjónustu.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á því tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni. Þeir sem ekki mæta á réttum tíma hvort sem er í flug eða aðrar ferðir hafa fyrirgert rétti sínum til bóta, verði hann af ferðinni af þeim sökum.
ÖNNUR ÞJÓNUSTA
BÍLALEIGUR
Tegundir bíla sem eru til innan hvers flokks geta breyst með litlum fyrirvara. Það er á ábyrgð bílaleigu að leysa slíkt með því að láta leigutaka í té bíl í öðrum flokki án þess að hann beri aukakostnað. Áríðandi er að kynna sér vel hvað er innifalið í fyrirframgreiddu gjaldi fyrir bíl og hvernig tryggingamálum er háttað. Í sumum tilfellum eru í boði viðbótartryggingar sem leigutaki semur um kaup á beint við bílaleiguna og greiðir á staðnum. Áríðandi er að leigutaki viti að víða er ekki hægt að kaupa af sér alla sjálfsábyrgð, hann ber ábyrgð upp að vissri upphæð ef óhapp verður. Nauðsynlegt er því að leigutaki skoði bílinn vel þegar hann tekur við honum og láti skrá t.d. ef einhverjar rispur sjást. Við mælum eindregið með að einhver frá bílaleigunni sé fenginn til að skoða bílinn þegar honum er skilað. Góð regla er að skila bíl fullum af bensíni (geymið kvittun fyrir bensíninu). Það er oft töluvert dýrara að kaupa það hjá bílaleigunni þegar ekki hefur verið valið að kaupa fullan tank fyrirfram. Leigudagur miðast við 24 tíma, ef farið er 59 mín fram yfir umsaminn leigutíma greiðist aukadagur á fullu verði. Þarna hefst nýtt leigutímabil sem leigutaki semur um beint við bílaleiguna á viðkomandi leigustað.
Aðgætið vel hvað þið skrifið undir á leigusamningnum.
Ef um leigu á bíl erlendis er að ræða er nauðsynlegt að framvísa ökuskírteini, erlendar bílaleigur samþykkja ekki rafræn ökuskírteini.
ALMENNAR UPPLÝSINGAR Á VEFSÍÐU OG Í BÆKLINGUM VERDI Travel
Upplýsingum um merkisstaði, söfn, veitingastaði, skemmtistaði, skemmtigarða, verslanir, afgreiðslutíma verslana, einstaka viðburði, dagsetningar þeirra, verðlag og ýmis önnur atriði eru fengnar frá þriðja aðila. Þessar upplýsingar eru byggðar á nýjustu heimildum m.a. frá ferðamálaráðum og ýmsum þjónustuaðilum viðkomandi landa og birtast með þeim fyrirvara af hálfu VERDI Travel að eitthvað kann að hafa breyst frá því að þessar heimildir voru gefnar út.
VERÐ, VERÐBREYTINGAR OG SKILMÁLAR
Uppgefin verð miðast við gengi USD, EUR og eldsneytisverð í upphaf hvers ferðatímabils og geta breyst til samræmis við breytingar sem kunna að verða á eftirtöldum þáttum:
a)Flutningskostnaði, þar með talið eldsneytisverði
b)Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld
c)Gengisbreytingum
d)Skilmálum og viðskiptareglum greiðslukorta
VERÐHÆKKANIR OG LÆKKANIR:
VERDI Travel áskilur sér rétt til að hækka/lækka verð ef forsendur útreikninga breytast verulega. Hafi ferð verið lækkuð getur hún því mögulega hækkað aftur ef forsendur breytast og öfugt.
Verði miklar og hraðar breytingar á gengi gjaldmiðla áskilur VERDI ferðaskrifstofan sér rétt til að breyta verði í samræmi
VERDI Travel áskilur sér rétt til að leiðrétta villur sem kunna að leynast í bæklingum, auglýsingum eða á vef fyrirtækisins.
VERDI Travel áskilur sér rétt til að lækka verð á nýjum bókunum, skömmu fyrir brottför, án þess að til komi afsláttur á áður bókaðar ferðir/pakka.
Athugið að einstaklingar undir 18 ára er ekki heimilt að versla þjónustu frá VERDI Travel án þess að skriflegt samþykki forráðamanns liggi fyrir hjá ferðaskrifstofunni.
NETBÓKANIR Í GEGNUM HEIMASÍÐU VERDITRAVEL.IS
Verðupplýsingar á vefsvæði okkar (www.VERDItravel.is) og hjá starfsfólki eru réttar með þeirri undantekningu að verði miklar og hraðar breytingar á gengi gjaldmiðla áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að breyta verði í samræmi.
VERDI áskilur sér einnig rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu ferðar í tilfellum þar sem rangt verð er gefið upp vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Við áskiljum okkur fullan rétt til leiðréttinga á villum í verði, texta og myndum.
Að öðru leyti en hér greinir gilda Lög um alferðir, sjá vefsíðu Alþingis. https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994080.html