Fara í efni
Helgarferð til Amsterdam 1. - 4. feb
Algengar spurningar

Hvernig á ég að bóka í ferðina

Til að bóka stök flugsæti eða pakkaferðir geta viðskiptavinir farið inn í bókunarvél okkar. 
Bókunarvélin er einföld í notkun.

Einnig er hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600600, senda tölvupóst á verdi@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar. Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Fullgreiða þarf stök flugsæti við gerð bókunar.

Staðfestingargjald í pakkaferðir er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.

Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.

Akstur til og frá flugvelli

VERDI Ferðaskrifstofa er ekki með skipulagðar rútuferðir á hótelin. Þeir sem vilja fá fyrirfram bókaðan akstur skulu hafa samband við starfsmenn okkar.

Hópar og stórfjölskyldur geta fengið tilboð í akstur.

Fararstjórn

Enginn íslenskumælandi fararstjóri verður á okkar vegum í ferðunum. 
VERDI verður með enskumælandi starfsfólk á svæðinu sem getur aðstoðað í neyðartilfellum.

Sætisfrátekning og betri sæti

Engin betri sæti eru í boði í þessu flugi.

Hægt verður að taka frá sæti í flugið – leitið upplýsinga hjá starfsfólki okkar.

Covid málefni

Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is

Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir ferðaskilmálum.

Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.

Hvað ef?

Hollenska flugfélagið Transavia hefur flogið til og frá Akureyri allt frá árinu 2019 og gengið vel.
Mikil undirbúningsvinna hefur verið lögð í verkefnið af hálfu Transavia og Hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt-Travel. Transavia notast við Boeing 737 flugvélar sem henta vel fyrir Akureyrarflugvöll.

Ef ekki reynist hægt að lenda á Akureyri þá eru Egilsstaðaflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur varaflugvellir.

Transavia er ábyrgt að koma farþegum á leiðarenda. Farþegum er ávallt útvegaður akstur og/eða gistingu ef þær aðstæður koma upp.
Ákvarðanir eru teknar af flugmönnum/flugstjórum Transavia og viðeignadi ferli svo unnið í samstarfi við Voigt-Travel & VERDI.
Lokaákvörðun er ávallt í höndum flugmanna og flugstjóra með öryggi farþega að leiðarljósi.

Starfsfólk VERDI svara öllum ykkar spurningum og aðstoðar farþega eftir fremsta megni