Hvernig á ég að bóka ?
Til að bóka stök flugsæti þurfa farþegar að hafa samband við þjónustufulltrúa okkar.
Hægt er að hringja í síma 4600600, senda tölvupóst á verdi@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar. Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.
Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.
Staðfestingargjald og fullgreiðsla
Fullgreiða þarf stök flugsæti við gerð bókunar.
Staðfestingargjald í pakkaferðir er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.
Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.
Akstur til og frá flugvelli
VERDI Ferðaskrifstofa er ekki með skipulagðar rútuferðir/akstur í kringum þessi flug. Þeir sem vilja fá fyrirfram bókaðan akstur skulu hafa samband við starfsmenn okkar.
Hópar og stórfjölskyldur geta fengið tilboð í akstur.
Fararstjórn
Enginn fararstjóri verður á okkar vegum í þessum ferðum.
Sætisfrátekning og betri sæti
Leitið upplýsinga hjá starfsfólki okkar
Covid málefni
Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is
Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.
Afbókun, nafnabreytingar og annað
Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir ferðaskilmálum.
Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.
Hvaða flugfélag?
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur staðið fyrir flugi milli Akureyrar og Hollands allt frá árinu 2019 og gengið vel. VERDI Travel hefur verið samstarfsaðili við þetta flug og séð um að selja sæti í flugið á heima markaði.
Hollenska flugfélagið Transavia hefur flogið þessi flug undanfarin ár og mun halda áfram sumarið 2025. Mikil undirbúningsvinna hefur verið lögð í verkefnið af hálfu flugfélagsins og góð reynsla komin á verkefnið.