Fara í efni
Arsenal miðar og pakkaferðir
Almennar upplýsingar

VERDI Travel mun bjóða upp á ferðir á leiki Arsenal á Emirates Stadium í allan vetur.
Ef þið viljið bóka miða á Arsenal leik, endilega hafið samband við okkur á sport@verditravel.is.

Við erum með ársmiða á Club Level hæðinni, hólf 66-77. Club Level er miðhæðin á vellinum, sem tekur um 9000 manns í sæti. Frábær aðstaða fyrir og eftir leik ásamt drykkjum í hálfleik. Íslenskir Arsenal aðdáendur þekkja Club Level hæðina vel og er óhætt að segja að viðskiptavinir okkar hafa veitt þessari þjónustu frábærar viðtökur.

Verðið á ferðunum er misjafnt og fer eftir leik. Vakin er athygli á því að leikdagar geta færst til um 1-2 daga vegna vali á sjónvarpsleikjum.

ATH, hægt er að fá verð með að hafa samband við okkur í síma 4600620 eða senda okkur tölvupóst. Einnig er hægt að kaupa staka miða á flesta leikina.

Flogið er með áætlunarflugi Icelandair til London í allar ferðirnar. Gist er á 3ja til 4ra stjörnu hótelum miðsvæðis í London. Ef þið hafið óskir um hótel getum við athugað hvort við getum bókað þar. Það er ekki hægt að bóka ferðir á Arsenal leiki í bókunarvélinni. Það er einungis hægt með því að hafa samband við sölufulltrúa okkar.

Ekki er hægt að nota vildarpunkta til að greiða niður hluta ferðarinnar. Eftir sem áður fá þó þeir farþegar sem eru í vildarklúbbi Icelandair vildarpunkta fyrir flugið í ferðunum.

ETA - Rafrænt ferðaleyfi til Bretlands (eftir 2.apríl 2025)

Frá og með 2. apríl 2025 þurfa Íslendingar á leið til Bretlands að hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast en opnað verður fyrir umsóknir 5. mars 2025.

Íslenskum og öðrum erlendum ríkisborgurum, sem ekki hafa dvalarleyfi í Bretlandi, verður skylt að hafa fengið ETA áður en þeir ferðast til Bretlands óháð því hvort lokaáfangastaður sé Bretland eða um millilendingu sé að ræða. Þetta á bæði við um þá sem ferðast til Bretlands í einkaerindum og styttri vinnuheimsóknum.

ETA kostar GBP 10 og gildir í tvö ár frá útgáfudegi eða þar til vegabréf viðkomandi rennur út ef það er innan þessara tveggja ára. Auðveldast er að sækja um ETA með „UK ETA app“ smáforriti, fyrir iPhone og Android síma, en einnig er hægt að sækja um á vefsíðu breskra stjórnvalda, GOV.UK.

Sjá hér upplýsingar frá Stjórnarráði Íslands

 ETA umsóknir sem og önnur ferðaleyfi eru ávallt á ábyrgð farþegans.