Fara í efni
Bett sýningin frá Akureyri
Algengar spurningar

Hvernig bóka ég mig?

Til að bóka í ferðina geta viðskiptavinir farið inn í bókunarvél okkar.
Bókunarvélin okkar er einföld og ætti ekki að flækjast fyrir viðskiptavinum.

Þar sem um styrkhæfa ferð er að ræða stillum við bókunarvél okkar upp þannig að einstaklingar verða einir í bókun, jafnvel þó viðkomandi vilji vera í tvíbýli. Þetta er gert til þess að reikningar og ferðagögn verði sem skilvirkust í umsóknarferli til KÍ eða stéttarfélaga. 
Því þurfa farþegar að setja í "notes" upplýsingar um þann aðila sem þeir vilja vera með í herbergi, eða láta starfsmenn okkar vita.

Einnig er hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600600, senda tölvupóst á verdi@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar. Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Staðfestingargjald í pakkaferðir er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.

Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.
Farþegar munu fá tölvupósta sem minna á lokagreiðslur.

Akstur til og frá flugvelli

Akstur til og frá flugvelli í London er innifalið í pakkaverði. Fararstjórar okkar munu sjá til þess að auðvelt verði fyrir farþega að komast í rétta rútu sem keyrir farþega að hóteli í London.
Nánari tímasetningar á rútum verða auglýstir síðar.

Fararstjórn

VERDI vinnur þessa ferð í samvinnu við Via Nostra og munu starfsmenn frá þeim vera fararstjórar ferðarinnar.

Starfsmenn frá Via Nostra eru kennarar og munu þær hafa yfirumsjón með hópnum.
Nánari upplýsingar gefnar út síðar.

Sætisfrátekning og betri sæti

Engin betri sæti eru í boði í þessu flugi.

Hægt verður að taka frá sæti í flugið – leitið upplýsinga hjá starfsfólki okkar.

Umsóknir til KÍ eða stéttarfélaga

Farþegar munu fá send ferðagögn og reikninga, stílað á sinni kennitölu, sem hægt að nota til umsóknar til KÍ eða stéttarfélaga.
Við hvetjum farþega til að kynna sér reglur síns félags.

Þar sem um styrkhæfa ferð er að ræða stillum við bókunarvél okkar upp þannig að einstaklingar verða einir í bókun, jafnvel þó viðkomandi vilji vera í tvíbýli. Þetta er gert til þess að reikningar og ferðagögn verði sem skilvirkust í umsóknarferli til KÍ eða stéttarfélaga.
Því þurfa farþegar að setja í "notes" upplýsingar um þann aðila sem þeir vilja vera með í herbergi, eða láta starfsmenn okkar vita.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá starfsmönnum okkar.

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir ferðaskilmálum.

Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.