Fara í efni
Bett sýningin frá Akureyri
BETT - Upplýsingar um ferð

BETT Sýningin - London

VERDI og Via Nostra kynna hópferð á Bett sýninguna í Excel höllinni í London. BETT er ein fremsta sýning fræðslu- og tækninýjunga fyrir alla kennara og fleiri starfsstéttir. Á sýningunni má finna fjölda sýningarbása þar sem hægt er að kynna sér allt það nýjasta sem við kemur skóla- og fræðslustarfi, kynnast vörum og fræðsluefni ásamt því að hægt er sækja fróðlega fyrirlestra.
Hér má nálgast helstu upplýsingar um sýninguna

Við vekjum athygli á að ferðir sem þessar eru að öllu jafna styrkhæfar til KÍ sem og stéttarfélaga.

Tilvalin leið fyrir stóra sem smáa hópa að sameina fræðslu og skemmtun í sömu ferðinni.


Hvað er innifalið?

  • Flug til og frá Akureyri með EasyJet ásamt innrituðum farangri.
  • Gisting í 4 nætur með morgunverði
  • Akstur til og frá flugvelli í London
  • Sameiginlegt kvöld ásamt léttum veitingum. Nánar auglýst síðar.
  • Íslensk fararstjórn


Upplýsingar um fararstjóra

Fararstjórn er í höndum kennara á vegum Via Nostra.
Via Nostra er fræðslusamfélag í eigu kennara og starfsfólks Menntaskólans á Tröllaskaga.

Fararstjórarnir eru vanir ferðaskipuleggjendur og munu vera farþegum innan handar og halda vel utan um hópinn.
Nánari upplýsingar um fararstjóra síðar.


Hvað er ekki innifalið

  • Ferðir til og frá Excel höllinni í London er ekki innifalið í verðinu.
    Fararstjórar verða farþegum innan handar og veita upplýsingar um hvernig best sé að koma sér á milli staða.