Fara í efni
Brighton frá Akureyri
Algengar spurningar

Hvernig bóka ég mig?

Til að bóka verða viðskiptavinir að hafa samband við starfsfólk VERDI í síma 4600600. Við gerum tilboð í ykkar ferð, hvort sem um sé að ræða fyrir einstaklinga eða hópa. 
Við seljum bæði stök flug ásamt pakkaferðum (flug og gisting).

Einnig er hægt að senda tölvupóst á verdi@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar. Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Fullgreiða þarf stök flugsæti við gerð bókunar.

Staðfestingargjald í pakkaferðir er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.

Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.

Akstur til og frá flugvelli

VERDI Ferðaskrifstofa getur gert tilboð í akstur til og frá flugvelli sé þess óskað.

Fararstjórn

VERDI er með enskumælandi fólk á svæðinu sem er okkar farþegum innan handar ef eitthvað kemur upp á. Fyrir hópa þá gerum við tilboð með íslenskri fararstjórn ef þess er óskað.

Sætisfrátekning og betri sæti

Engin betri sæti eru í boði í þessu flugi.

Hægt verður að taka frá sæti í flugið – leitið upplýsinga hjá starfsfólki okkar.

Covid málefni

Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is

Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir ferðaskilmálum.

Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.

Flugtími frá Akureyri

Flugtími milli Akureyrar og London Gatwick er um 3 klst.

Akstur milli Gatwick til Brighton

Akstur frá Gatwick til Brighton tekur um 40-50mínútur (fer eftir umferð).
Eins ganga lestir þarna á milli sem auðvelt er að nota. Gatwick Express lestin gengur reglulega þarna á milli og er lestarstöðin í Brighton mjög þægileg og vel staðsett.

ETA - Rafrænt ferðaleyfi til Bretlands (eftir 2. apríl 2025

Frá og með 2. apríl 2025 þurfa Íslendingar á leið til Bretlands að hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast en opnað verður fyrir umsóknir 5. mars 2025.
Íslenskum og öðrum erlendum ríkisborgurum, sem ekki hafa dvalarleyfi í Bretlandi, verður skylt að hafa fengið ETA áður en þeir ferðast til Bretlands óháð því hvort lokaáfangastaður sé Bretland eða um millilendingu sé að ræða.
Þetta á bæði við um þá sem ferðast til Bretlands í einkaerindum og styttri vinnuheimsóknum.

ETA kostar GBP 10 og gildir í tvö ár frá útgáfudegi eða þar til vegabréf viðkomandi rennur út ef það er innan þessara tveggja ára.
Auðveldast er að sækja um ETA með „UK ETA app“ smáforriti, fyrir iPhone og Android síma, en einnig er hægt að sækja um á vefsíðu breskra stjórnvalda, GOV.UK.

Sjá hér upplýsingar frá Stjórnarráði Íslands

ETA umsóknir sem og önnur ferðaleyfi eru ávallt á ábyrgð farþegans.