Fara í efni
Skíðaparadísin CHAMONIX
Hótel í Chamonix

LA FOLIE DOUCE ****

Einstaklega fallegt og líflegt hótel staðsett á móti Savoy skíðalyftunni.
Hótelið er byggt á gömlu óðalsetri og er blanda af nýjum arkitektúr í sambland við upprunalegan byggingastíl sem kemur einstaklega vel út.

La Folie Douche Hotel er staðsett á móti Savoy-skíðalyftunni í Chamonix, sú lyfta fer upp að Brévent/Flagere kláfnum. Örstutt er í miðbæinn og göngugötuna frá hótelinu eða um 2 mínútna ganga.

Hægt er að velja um standard herbergi 18fm. (access) eða premium herbergi 20fm. með svölum. Í premium herbergjum eru sloppar, te og kaffi og þeim fylgja sér skápar í skíðageymslunni. Öll herbergin á gististaðnum bjóða upp á útsýni yfir Mont-Blanc, Le Brévent eða Les Aguilles og á hótelinu er upphituð útisundlaug, spa með gufubaði, hammam, nudd, snyrtimeðferðir og jóga- og líkamsrækt.

Aðalveitingastaður hótelsins framreiðir morgunverð og hádegisverð og býður einnig upp á kvöldverðarsýningu alla daga nema sunnudaga. Á veturna er einnig a´la carte veitingastaður, La Piazza, þar sem boðið er upp á létta rétti, þar á meðal pizzur.

Gestir geta fengið sér heita drykki, vín og kokteila með útsýni yfir Mont-Blanc á Janssen Barnum, og á kvöldin eru ýmis konar uppákomur eins og plötusnúðar, lifandi tónlist og önnur skemmtun.

Skíðaleiga er á staðnum, auk tveggja verslana sem selja íþróttabúnað og minjagripi. Á hótelinu er stór garður með nokkrum veröndum með útsýni yfir fjöllin. Þar er ýmis afþreying í boði sem fer eftir árstíðum.

Strætó stoppar um 100 m frá hótelinu og gengur allt árið um kring og fer á önnur skíðasvæði.
Ath! Ferðamannaskattur greiðist beint til hótels við brottför sem er um 3-4 EUR per mann per nótt.

Upplýsingar frá hótelinu:

RESTAURANTS
To excite your taste buds and entertain you, we offer 5 dining areas :

  • La Petite Cuisine (friendly cuisine) welcomes you every day :
  • Breakfast 7AM to 10AM / lunch 12AM to 2.15PM / Dinner with its artistic show 7PM and 9PM
  • La Fruitière (bistronomic restaurant) from 7PM to 11PM
  • Le Mayen (savoyard specialities) from 7PM to 11PM
  • La Piazza from 4PM
  • Le Kiosque (fast food on the Savoy slopes) from 8.30AM to 5PM

Advance booking is highly recommended HERE

WELLNESS
An 800m2 space dedicated to fitness and well-being (swimming pool, sauna, hammam) offered to hotel guests opened every day from 10AM to 8PM, fitness room opened from 7AM to 8PM)
Daringly different treatments that transmit the vibrant energy of The Folie Douce. The Feel Good Spa welcomes you for a moment of relaxation with a range of treatments specifically designed with your needs in mind.

  • Treatment menu HERE
  • Book treatment HERE

For parties and events, our Instagram account is the best way to discover our services and events : HERE
Hotels social network HERE

Nánar um hótelið hér!

Standard (access) herbergi án svala.

Premium herbergi með svölum.

 

MORGANE ****

Le Morgane Hótel er fallegt og notalegt 4 stjörnu hótel miðsvæðis í Chamonix.
Á hótelinu eru 56 herbergi, flest öll með svölum eða verönd, sjónvarpi og ókeypis WiFi. Hótelið er miðsvæðis í Chamonix og 100 m frá Aiguille du Midi kláfferjunni.
Strætóstoppistöðin er fyrir framan innganginn að hótelinu, strætó gengur að helstu kláfum skíðasvæðanna sem eru í næsta nágrenni.

Le Morgane er með skíða aðstöðu og heilsulind með upphitaðri innisundlaug (4M x 4M), gufubað og tyrkneskt bað.
Gestir geta slakað á og notið drykkja og veitinga á notalegum bar hótelsins eftir dag í brekkunum.

Veitingastaður gististaðarins, Comptoir des Alpes, býður upp á matseðil sem fær frábæra dóma.
Ath! Ferðamannaskattur greiðist beint til hótels við brottför sem er um 3-4 EUR per mann per nótt.

Nánar um hótelið hér

ALPINA ECLECTIC Hotel&Spa ****

Hótelið er í miðbæ Chamonix og með einstaklega fallegt útsýni, sérstaklega frá veitingastaðnum sem er á efstu hæð. Skíðastrætó fyrir flest öll svæði stoppar beint fyrir utan. Á jarðhæð er súpermarkaður og ýmsar verslanir, en hótelið er við enda göngugötunnar í bænum. 
Á hótelinu er spa, athugið að það þarf að bóka fyrirfram. Bar og setustofa er á jarðhæð. 
Ath! Ferðamannaskattur greiðist beint til hótels við brottför sem er um 3-4 EUR per mann per nótt.

Nánar um hótelið hér