Costa Ballena - Vorið 25
Costa Ballena ferðin
Lagt er upp með að allar aðstæður til golfiðkunar og öll umgjörð, s.s. gisting, fararstjórn og þjónusta, séu fyrsta flokks. Fyrir þá sem vilja prófa aðra golfvelli eru meira en 14 glæsilegir golfvellir í næsta nágrenni. Fyrir þá sem vilja skoða meira en golfvelli er aðeins 20 mínútna akstur til borgarinnar Jerez og einnig er stutt til hinnar sögufrægu borgar Cadiz og fleiri bæja þar sem frábært er að njóta mannlífsins og menningarinnar.
Golfsvæðið er hannað af tvöfalda US Masters meistaranum Jose María Olazabal. Golfvöllurinn er 27 holur auk 9 holu par-vallar. Svæðið er eitt stærsta og best útbúna kennslu- og æfingasvæði á Spáni og er við ströndina. Æfingasvæðið er flóðlýst og geta 140 manns verið við æfingar í einu. Við æfingasvæðið er stór og góð púttflöt þar sem hægt er að æfa allar tegundir af púttum, auk vippsvæðis, þar sem hægt er að æfa högg frá 5 metrum upp í 80 metra ásamt glompuhöggum.
Golfsvæðið er hannað af tvöfalda US Masters meistaranum Jose María Olazabal. Golfvöllurinn er 27 holur auk 9 holu par-vallar. Svæðið er eitt stærsta og best útbúna kennslu- og æfingasvæði á Spáni og er við ströndina. Æfingasvæðið er flóðlýst og geta 140 manns verið við æfingar í einu. Við æfingasvæðið er stór og góð púttflöt þar sem hægt er að æfa allar tegundir af púttum, auk vippsvæðis, þar sem hægt er að æfa högg frá 5 metrum upp í 80 metra ásamt glompuhöggum.
Par-3 holu völlurinn er lítill og skemmtilegur völlur þar sem vötn koma ítrekað við sögu. Hann liggur við ströndina og er með glæsilegum og krefjandi holum. Stysta brautin er 100 metrar og lengsta brautin er 180 metrar.
Á Costa Ballena er klúbbhúsið vel staðsett með veitingastað, bar og verönd með útsýni yfir æfingasvæðið og ströndina. Í klúbbhúsinu er líkamsræktaraðstaða, gufuböð, nuddpottar og fín golfverslun. Vellirnir bjóða upp á alvörugolf fyrir alla kylfinga en eru fremur sléttir og þægilegir að ganga á.
Kíktu nánar hér á golfvöllinn og aðstöðuna: http://www.ballenagolf.com