Fara í efni
Emporda - Hjóna og parakeppni
Upplýsingar um ferðina

Hjóna og para keppnisferð

Ferðin er Hjóna og Para-keppnisferð þar sem leiknir eru 6 hringir, þar af 4 keppnishringir. Tveir hringir betri bolti, einn hringur texas scramble og einn hringur Greensome.

Vinningar eru með sama sniði og verið hafa í Hjóna og Paramótunum okkar á Íslandi(ferðavinningar GolfSögu), nema við höfum fengið Golfhöllina Granda í lið með okkur og leggja þeir til veglega vinninga líka. Einnig verða styrktaraðilar sem leggja til minni vinninga.

Fararstjórar verða Ragnhildur Sigurðardóttir og Jón Andri Finnsson PGA golfkennarar og Bjarni Ólafur Guðmundsson Vestmanneyjingur.

Á Emporda eru tveir 18 holu vellir, skógarvöllur og Links völlur.

Fyrstu tvo dagana verða spilaðir æfingahringir á hvorum velli fyrir sig.

Keppnisdagur 1 og 2 Betri bolti á Links og Forest

Keppnisdagur 3 og 4 Texas scramble á Links og Greensome á Forest.

Dagsetning: 10.-17. maí og 17.-24. maí

Verðið er 339.000 krónur á mann.

Innifalið er Flug og ótakmarkað golf í 6 daga með golfbíl (18 holur) morgunmat, kvöldmat 5 sinnum, ásamt ferðalögum til og frá flugvelli.

Fjöldi þátttakenda getur að hámarki verið 48 í hvorri ferð.