Fara í efni
Handavinnuferð til Danmerkur
Algengar spurningar

Hvernig á ég að bóka í ferðina

Til að bóka í ferðina geta viðskiptavinir farið inn í bókunarvél okkar.
Bókunarvélin okkar er einföld og takmörkuð og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning.

Ef viðskiptavinir þurfa á aðstoð að halda eða eru með séróskir varðandi sína bókun hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600600, senda tölvupóst á verdi@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar.
Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Staðfestingargjald í ferðina er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.

Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.

Akstur erlendis

Innifalið í pakkanum er skipulagður akstur til og frá flugvelli erlendis. 
Einnig er skipulagður akstur á milli staða í Danmörku.

Hvetjum fólk til að lesa vel hvað er innifalið í ferðalýsingu.

Fararstjórn

Fararstjórn er í höndum Sveinu og Írisar frá versluninni Garn í gangi.

Fæði á hótelinu

Í þessari ferð er morgunverður innifalinn á hótelinu.
Einnig verður sameiginlegur kvöldverður fyrsta kvöldið á hótelinu.

Covid málefni

Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is.

Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir Ferðaskilmálum.

Ekki er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina hjá okkur.