Fara í efni
Handavinnuferð til Danmerkur
Ferðalýsing og fararstjórar

Handavinnuferð til Danmerkur

VERDI og Garn í gangi

Fararstjórar ferðarinnar eru þær Sveina Björk Jóhannesdóttir og Íris Eggertsdóttir.
Þær eru starfsmenn Garn í Gangi og vita sínu viti er kemur að handavinnu og prjónamennsku.

Garn í gangi er krúttleg verslun, staðsett í gilinu á Akureyri og leggur upp með góðar vörur, góða þjónustu og hlýlegt viðmót.

Það er óhætt að segja að það verði líf og fjör í þessari ferð með þessa snillinga sem fararstjóra!

 

Ferðadagskrá

Dagur 1 – 18. september: Flug til Billund og akstur til Thisted

  • Flug með Play til Billund 18.sept kl 06:45 – 11:45 lent í Billund..
  • Akstur til Thisted: Rútuferð til Thisted þar sem gist verður á Limfjörd Hotel . Aksturinn tekur u.þ.b. 2,5-3 klukkustundir.
  • Gisting: Á Limfjörd Hotel í Thisted https://www.hotellimfjorden.dk/ ( sem er í um 30 km fjarlægð frá Wool days). Hótelið er í fallegu og rólegu umhverfi í útjaðri Thisted, með fallegu útsýni yfir fjörðinn. Morgunverður innifalinn alla dagana og kvöldverður fyrsta kvöldið .


Dagur 2 – 19. september: Wool Days Thy

  • Rúta til Wool Days: Hópurinn fer með rútu frá hótelinu kl. 09:45 til Thy. Aksturinn tekur um 30- 45 mínútur.
  • Wool Days Thy : Hópurinn notar daginn í að skoðað sölubása og hægt er að bóka sig á námskeið á síðunni þeirra https://wooldays.dk . Einnig er hægt að rölta um Hurup Thy og njóta notalegrar stemmingar.
  • Til baka til hótels: Hópurinn fer aftur frá sýningarsvæðini kl. 18:00 og kemur til Limfjörd Hotel rétt fyrir kl 19:00


Dagur 3 – 20. september: Wool Days Thy

  • Rúta til Wool Days: Hópurinn með rútu kl. 09:45 til Wool Days og til baka kl 17:00


Dagur 4 – 21. september: Ferð til Vejle og Kaupmannahafnar

  • Rúta frá Thisted til Vejle: Hópurinn fer með rútu frá hótelinu kl. 09:00. Aksturinn til Vejle tekur u.þ.b. 2,5 -3 klukkustundir.
  • Lest frá Vejle til Kaupmannahafnar: Við tökum lest frá Vejle um ca 12:00 og ferðin tekur u.þ.b. 2,5 klukkustundir. Þegar komið er til Kaupmannahafnar, þarf að taka leigubíla á hótelið ( ekki innifalið í verðinu )
  • Gisting: Gist verður á dásamlegu hóteli í miðborg Kaupmannahafna 25hours Hotel https://25hours-hotels.com/copenhagen/indre-by með góðri prjónaaðstöðu ( samkv. Sveinu og Írisi )


Dagur 5 – 22. september: Knitting for Olive og heimsóknir í Kaupmannahöfn

  • Heimsókn í Knitting for Olive: Farið verður frá hótelinu um kl 08:00 með almenningssamgöngum til Knitting for Olive, einn af þekktustu prjónaverslunum í Kaupmannahöfn, þar sem við kynnist hópurinn betur þessu dásamlega vörumerki og hönnun þeirra.
  • Íslenskir prjónarar: Seinnipartinn mun hópurinn hitta með íslenskt handavinnufólk í Kaupmannahöfn. Þetta verður tækifæri til að læra, deila reynslu og ræðast við prjónara sem hafa einnig þessa skemmtilegu ástríðu fyrir handverki.
  • ATH ferðir með almenningssamgöngum í Kaupmannahöfn eru ekki innifaldar í verðinu.


Dagur 6 – 23. september: Lokadagur og flug til Íslands

  • Rúta á flugvöll: Rúta frá Hóteli kl 9:00 til Kastrup
  • Flug heim til Íslands: Flug með Play OG 901 kl 12:35 lend í Keflavík kl 13:55