Heilsuferð til Madeira
Spennandi heilsuferð til þessara paradísareyju með heilsudrottningunum Helenu og Gyðu sem ætla að bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og heilsueflandi fræðslu. Við munum heimsækja fallegu nátturlaugar, boðið upp á leikfimi, yoga, göngu og hjóladag í þessu fallega umhverfi og nægur frítími til að njóta á þessari fallegu eyju.
- Æfingar 2x á dag - valfrjálst
- Wod dagsins (sent whatsapp spjalli kvöldinu áður fyrir þá sem vilja æfa meira eða æfa á sínum tíma í ræktinni).
- Hjólaferð - skipulögð ferð með guide (einn dagur)
- Gönguferð með fararstjóra
- Bátsferð
Skipulag og uppsetning á æfingum:
- Morgunæfing kl. 09:30 - 10:30
- Stöðvaþjálfun / styrkur.
- Fróðleikur dagsins
- Seinnipartsæfing
- Yoga / Yinteygjur
- Kviður og bak
Innifalið í pakkaferðinni er:
- Flug með Play ásamt sköttum og 20kg innrituðum farangri.
- Akstur til og frá flugvelli á Madeira
- Íslensk fararstjórn og þjálfarar
- Gisting með hálfu fæði
- Heilsupakkinn
Madeira
Madeira fellur vel að hugmyndum okkar um paradís. Þar eru fallegar klettamyndanir, dimmblátt haf, ótrúleg blómskrúð, fjölbreytt úrval af grænmeti og litríkum ávöxtum og glaðlegt fólk.
Þetta ásamt mikilli friðsæld, fallegu og spennandi landslagi, fjölbreyttu gróðurfari og einstakri veðurblíðu laðar ferðamenn til Madeira.
Madeira er lítil portúgölsk eyja 800 ferkílómetrar að stærð en skammt frá henni eru minni eyjar, Porto Santo og Desertas. Þessa eyjar voru miðstöð landkönnunar- og nýlenduveldis Portúgala fyrr á öldum. Þær drógu að sér sjómenn í landaleit og drekkhlaðin sæför frá öllum heimsálfum. Nú er öldin önnur og Madeira er orðin miðstöð skútusiglingarmanna og náttúruunnenda. Hún er blóma- og fugla paradís þar sem vetur eru mildir og hlýjir og sumrin ekki of heit.
Madeira er líka paradís göngumanna. Þarna eru spennandi fjallatoppar, djúpir og dramatískir dalir og gil með gróðrsælum stallaræktunum og hundruðum kílómetra af áveituskurðum (levadas). Levadas setja mikinn svip á landið en það eru mjóir skurðir sem voru grafnir fyrir mörgum öldum til að safna rigningavatni úr fjöllunum og flytja niður á ræktarlandið. Þess vegna hefur eyjan orðið einn risa grasagarður þar sem finna má gróður allstaðar að úr heiminum.
Líflegt og fjölbreyttu mannlífi í höfuðborginni Funchal sem og í hinum fjölmörgu þorpum inni á eyjunni þar sem lífið gengur samt í allt öðrum takti og andrúmsloftið er annað.
Funchal, sem stendur við skínandi klettastrendur Atlantshafsins, er fjölskrúðug og falleg borg með um 112.000 íbúa. Yfir borginni gnæfa háir og klettóttir fjallatindar. Funchal er gömul nýlenduborg, lifandi og skemmtileg. Steinlagðar gangstéttir og þröngar götur einkenna bæinn og endurnýjuð gömul hús standa við hlið nýtísku kaffihúsa og glæstra veitingastaða. Á eyjunni má einnig finna iðandi fjörugt og margrómað næturlíf, fyrir þá sem hafa áhuga á slíku.