HINTERWIES ****
Fallegt 4 stjörnu hótel sem er vel staðsett við skíðabrekkuna og við hliðina á Hinterwies skíðalyftunni.
Góð aðstaða er á hótelinu og herbergin vel búin. Aðeins nokkrar mínútur tekur að ganga í miðbæ. Veitingastaður og bar er á hótelinu og innifalið er hálft fæði, morgun- og kvöldverður. (hátíðarkvöldverður á jóladag & gamlárskvöld)
Heilsulind er á hótelinu þar sem hægt er að panta nudd .
Pension Grissemann ***
Pension Grissemann er gott og vinalegt fjölskyldurekið hótel. Frábær staðsetning við skíðabrekkuna og stutt í miðbæ þorpsins.
Veitingastaður er á hótelinu og boðið er upp á morgun- og kvöldverð öll kvöld nema miðvikudaga en þá er boðið upp á kaffi og meðlæti síðdegis í staðinn. Í boði er gufubað og notalegt hvíldarherbergi.
Hægt er að velja um standard einbýli og tvíbýli, og einnig stærri tvíbýli með svölum.
Falsenhof Garni ***
Vinalegt 3ja stjörnu hótel sem er í göngufæri við skíðabrekkuna og bæinn, eins er hægt að taka strætó í lyfturnar.
Á hótelinu er bæði hefðbundin sauna og infrared sauna. Öll herbergi eru með svölum og boðið er upp á morgunverð, en úrval veitingastaða er í bænum.
Hotel Anemone ****
Anemone er glæsilegt fjögurra stjörnu skíða- og heilsulindar hótel. Hvort sem þú vilt njóta í nýlegri heilsulindinni eða í brekkunum og náttúrunni þá ert þú á rétta staðnum. Frábær staðsetning, við skíðabrekkurnar og stutt rölt í bæinn. Falleg herbergi með verönd eða svölum, afslappað andrúmsloft, nútímaleg stemning í bland við þjóðlega. Á hótelinu er hálft fæði, morgun- og kvöldverður. (hátíðarkvöldverður á jóladag & gamlárskvöld)
ATH! að einbýli eru án svala.
Nánar um hótelið hér