Fara í efni
Manchester United pakkaferðir frá Akureyri
Algengar spurningar

Hvernig á ég að bóka í ferðina

Til að bóka í ferðina geta viðskiptavinir farið inn í bókunarvélina og bókað ferðina.
Bókunarvél okkar er einföld en nauðsynlegt er að setja inn umbeðnar upplýsingar um farþega.
Við gerð bókunar þarf annaðhvort að greiða staðfestingagjald eða fullgreiða bókunina.

Einnig er hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600620 (VERDI Sport), senda tölvupóst á sport@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar. Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.
Bókunargjald er rukkað ef bókað er í gegnum þjónustufulltrúa okkar.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Staðfestingargjald í ferðina er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.

Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6-8 vikum fyrir brottför.
Viðskiptavinir fá senda greiðsluhlekki í tölvupósti þar sem þeir geta greitt ferðina sína. Einnig er hægt að greiða ferðina hjá sölufulltrúum okkar.

Akstur til og frá flugvelli

Í flestum af okkar pakkaferðum frá Akureyri er ekki innifalinn akstur til og frá flugvelli í Manchester. 

Þær ferðir sem innihalda akstur verða sérstaklega merktar.

Hafið samband við sölufulltrúa fyrir nánari upplýsingar.

Fararstjórn

Í ferðum okkar frá Akureyri er ekki fararstjóri, ekki nema það sé sérstaklega auglýst.

Nánari upplýsingar hjá sölufulltrúum okkar.

Sætisfrátekning og betri sæti

Í pakkaferðum okkar erum við ekki að bjóða upp á sætisfrátekningar né betri sæti í flugum. 

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir Ferðaskilmálum.

Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.

Farangursheimild í flug

Farangursheimild í flugið er sem hér segir:.
Easyjet: 20kg innritaður farangur og lítill bakpoki handfarangur

Skoðunarferð um völlinn

Viðskiptavinir okkar geta nú bókað skoðunarferð um Old Trafford um leið og þeir bóka ferðina sína. 
Nánari tímasetning á skoðunarferðum liggur fyrir c.a. 2 vikum fyrir brottför.

Verð í skoðunarferð:
6.500 kr fyrir fullorðna
3.500 kr fyrir börn (0-15 ára)

Vildarpunktar

Á ekki við í EasyJet flugum.

Covid málefni

Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is.

Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.

ETA - Rafrænt ferðaleyfi til Bretlands (eftir 2. apríl 2025

Frá og með 2. apríl 2025 þurfa Íslendingar á leið til Bretlands að hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast en opnað verður fyrir umsóknir 5. mars 2025.
Íslenskum og öðrum erlendum ríkisborgurum, sem ekki hafa dvalarleyfi í Bretlandi, verður skylt að hafa fengið ETA áður en þeir ferðast til Bretlands óháð því hvort lokaáfangastaður sé Bretland eða um millilendingu sé að ræða.
Þetta á bæði við um þá sem ferðast til Bretlands í einkaerindum og styttri vinnuheimsóknum.

ETA kostar GBP 10 og gildir í tvö ár frá útgáfudegi eða þar til vegabréf viðkomandi rennur út ef það er innan þessara tveggja ára.
Auðveldast er að sækja um ETA með „UK ETA app“ smáforriti, fyrir iPhone og Android síma, en einnig er hægt að sækja um á vefsíðu breskra stjórnvalda, GOV.UK.

Sjá hér upplýsingar frá Stjórnarráði Íslands

ETA umsóknir sem og önnur ferðaleyfi eru ávallt á ábyrgð farþegans.