Fara í efni
Tenerife frá Akureyri 1. - 11. Nóv
Algengar spurningar

Hvernig á ég að bóka í ferðina

Til að bóka í ferðina geta viðskiptavinir farið inn í bókunarvél okkar.
Bókunarvélin okkar er einföld og takmörkuð og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning.

Ef viðskiptavinir þurfa á aðstoð að halda eða eru með séróskir varðandi sína bókun hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600600, senda tölvupóst á verd@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar.
Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Staðfestingargjald í ferðina er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.

Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.

Akstur til og frá flugvelli

VERDI Ferðaskrifstofa er ekki með skipulagðar rútuferðir á hótelin. Þeir sem vilja fá fyrirfram bókaðan akstur skulu hafa samband við starfsmenn okkar.

Hópar og stórfjölskyldur geta fengið tilboð í akstur.

Fararstjórn

Enginn íslenskumælandi fararstjóri verður á okkar vegum í ferðunum. Ferðaskrifstofan mun hafa enskumælandi starfsfólk til staðar sem getur aðstoðað fólk.
Ef farþegar lenda í vandræðum verður þeim bent á að leita þangað.

Sætisfrátekning og betri sæti

Leitið upplýsinga á sölufulltrúum okkar vegna sætisfrátekninga eða betri sæta.

Covid málefni

Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is

Farþegar geta reiknað með ákveðnum sóttvarnaraðgerðum og að grímuskylda sé á völdum stöðum á Tenerife.

Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.

Get ég keypt stök flugsæti?

Hafið samband við þjónustufulltrúa VERDI og leitið upplýsinga. 

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir Ferðaskilmálum.

Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.

Fæði á hótelum

Á hótelunum sem í boði eru er oftast hægt að velja um mismunandi fæði. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar:

Self catering = Ekkert fæði innifalið
Breakfast = Aðeins morgunverður
Half board = Morgnverður og kvöldverður. Stundum hægt að skipta yfir í hádegisverð. Það þarf að semja við hótelið á staðnum.
Full board = Morgunverður, hádegismatur og kvöldverður.
All inclusive = Fullt fæði og innlendir drykkir.

Úrval hótela

VERDI Ferðaskrifstofa er með hótelsamninga við fjölda hótela á Tenerife. Í bókunarvél okkar gæti það gerst að öll hótelin sjáist ekki.
Ef viðskiptavinir hafa séróskir varðandi hótel eða fæði á hótelum er hægt að hafa samband við sölufulltrúa okkar í síma 4600600 eða verdi@verditravel.is og við gerum þér tilboð.

Tengiflugið milli Akureyrar og Keflavíkur

Frá og með 15. október og út nóvember mun Icelandair fljúga beint frá Akureyri til Keflavíkur! Það þýðir að þú getur innritað þig og farangurinn á Akureyrarflugvelli, alla leið á áfangastað, klárað frá öryggisleit og farið beint að njóta í Leifsstöð við lendingu.

Icelandair mun fljúga þrisvar í viku að norðan – mánudaga, fimmtudaga og laugardaga og leggjum tímanlega af stað svo að þú náir morgunflugunum frá Keflavík. Síðan er flogið heim á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum í eftirmiðdags- og kvöldflugum. Þannig getur þú stýrt lengd ferðarinnar og brottfarartímum eins og hentar þínum ferðaplönum best.