Fara í efni
Zurich frá Akureyri - Sumar flug
Nánari upplýsingar

Hvernig á ég að bóka í flugin

Ekki er hægt að bóka í flugin í gegnum netið. Viðskiptavinir þurfa því að hafa samband við VERDI ferðaskrifstofu til þess að bóka sæti.

Hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600600, senda tölvupóst á verdi@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar. Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Þar sem um er að ræða aðeins flugsæti (ekki pakkaferðir) þá þarf að fullgreiða við gerð bókunar.

Akstur til og frá flugvelli

VERDI ferðaskrifstofa getur tekið að sér að bóka akstur fyrir hópa og fjölskyldur. Leitið aðstoðar hjá starfsfólki okkar.

Fararstjórn

Enginn íslenskumælandi fararstjóri verður á okkar vegum í ferðunum nema um hópferð sé að ræða. 

Sætisfrátekning og betri sæti

Ef farþegar hafa séróskir varðandi betri sæti eða aðra þjónustu þá skal leita svara hjá starfsfólki okkar.

Hægt verður að taka frá sæti í flugið – leitið upplýsinga hjá starfsfólki okkar.

Hvaða flugfélag er að fljúga?

Edelweiss flugfélagið sér um þessi flug. Edelweiss flugfélagið er partur af Lufthansa samsteypunni. 
Edelweiss sá um flug milli Akureyrar og Sviss sumarið 2023 sem gekk vel. Töluverð undirbúningsvinna hefur verið lögð í verkefnið.

Flugin eru unnin í samstarfi við Kontiki, sem er erlend ferðaskrifstofa. 

Get ég bókað aðra leiðina

Já, farþegar geta keypt flug aðra leiðina. 
Stakir leggir sem keyptir eru aðra leiðina eru hlutfallslega dýrari.

Leitið svara hjá starfsfólki okkar.

Innifalið í flugverði

Innifalið í flugverðinu er þessi þjónusta:

  • 23 kg innritaður farangur
  • 8 kg handfarangur
  • Flugvallaskattar og gjöld