Fara í efni

Gönguferð Toscana


GÖNGUFERÐ TOSCANA

FJALLASTÍGAR GARFAGNANADALSINS Í TOSCANA

VERDI og Göngu-Hrólfur fara með ykkur á norðvestur svæði Toscana þar sem af mörgum er talið eitt best geymda leyndarmál Ítalíu. Garfagnana er skógivaxinn dalur sem kúrir milli Apenninafjallana og Apuan Alpanna nyrst í Toscana. Undirlendi er lítið og erfitt að nota stórvirkar landbúnaðarvélar. Af þeim sökum fluttu margir úr dalnum á síðustu öld og fjölmörg sveita og fjallaþorp misstu mikið af íbúum sínum. Þessi þorp hafa því varðveist lítið breytt.
Í dag er lögð áhersla á að vernda og varðveita einstaka ásýnd dalsins. Ekki eru leyfðar stórar hótelbyggingar en mikið er af sveitagistingum og litlum og fallegum gistiheimilum. Þrátt fyrir einstaka náttúrufegurð er ekki mikið um ferðamenn á svæðinu.
"Garfagnana þar sem tíminn flýgur ekki frá þér". Þetta einkunarorð Garfagnanabúa enda er mikil ró yfir öllu og öllum.  

Kynntu þér málið og komdu með okkur í drauma gönguferð í Toscana

Hvenær er flogið út?


  • 5. júní 2025
  • KEF - MXP (FI590)
  • 08:00 - 14:10
  • Flogið með Icelandair

Hvenær er flogið heim?


  • 12. júní 2025
  • MXP - KEF  (FI591)
  • 15:10 - 17:25
  • Flogið með Icelandair

 

Verð og innifalið

Hér má nálgast upplýsingar um verðið og hvað er innifalið í pakkaferð okkar.

Lesa meira
Ferðalýsing

Hér má nálgast nánari ferðalýsing. Þetta er ferð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Lesa meira
Erfiðleikastig

Hér má nálgast helstu upplýsingar um erfiðleikastig göngunnar. Við hvetjum fólk til þess að kynna sér málið vel.
Þessi ferð er tvö fjöll.

Lesa meira

Ferðaskilmálar

Ferðaskilmálar VERDI Travel

Ferðaskilmálar okkar